Í dag var að fara í loftið vefsíða sem við hjá ONNO ehf. unnum myndefni fyrir sem og þrívíða vefframsetningu. Þarna blöndum við saman drónamyndum, ljósmyndum og þrívíddarmódelum til að sýna hvernig fyrsti áfangi Glaðheimasvæðisins mun líta út.
Verkið hefur verið unnið í góðu samstarfi við PIPAR/TBWA og Markaðsstofu Kópavogs.
Hægt er að skoða hverfið gagnvirkt á vefnum, skoða það frá ýmsum sjónarhornum og fá upplýsingar um bæði húsin sjálf og frágang svæðisins.
Vefinn má skoða hér: www.gladheimahverfid.is