Sagan
ONNO ehf. var stofnað árið 1996 af Þórði Magnússyni vélaverkfræðinema við Háskóla Íslands. Árin á undan hafði hann unnið með skóla við að aðstoða arkitekta- og verkfræðistofur við að komast af stað í Autocad. Fljótlega gerðist Rúnar Unnþórsson meðeigandi en hann og Þórður voru skólafélagar úr Verslunarskólanum og Háskóla Íslands. Við útskrift 1997 fóru þeir báðir í fullt starf hjá ONNO ehf.
Í byrjun skiptist starfsemin í tvennt.
Annars vegar var sala og þjónusta á hugbúnaði og vélbúnaði. ONNO ehf. var söluaðili á Autodesk vörum (Autocad, Mechanical Desktop, 3D Studio MAX), AlphaCAM, Matrox (videoklippikort), Speed Razor (videoklippihugbúnaður). Þessi hluti starfseminnar var settur í sér félag, CAD ehf. sem stofnað var ásamt Finni P. Fróðasyni árið 1998.
Hins vegar var teikni- og grafísk vinnsla ýmiskonar. Þar má nefna tækniteiknun, þrívíddargrafík, vefvinnsla, vinnsla á skiltum og merkingum hverskonar, myndbandavinnsla, CD/DVD vinnsla, ofl.
Þessi hluti starfseminnar hefur verið þungamiðja starfsemi ONNO ehf. í gegnum árin.
Kennsla
Í gegnum tíðina höfum við hjá ONNO ehf. unnið þónokkuð við kennslu hjá Rafiðnaðarskólanum og svo Margmiðlunarskólanum. Þórður kenndi öll námskeiðin á fyrstu önn margmiðlunarnámsins í Rafiðnaðarskólanum. Það nám átti svo eftir að verða mjög vinsælt og upp úr því stofnar Rafiðnaðarskólinn sér skóla, Margmiðlunarskólann. Margir starfsmenn ONNO kenndu hin ýmsu námskeið í 3D Studio MAX, Photoshop, Freehand, Flash, Dreamweaver, ofl. Einnig náðum við að spotta þarna út marga góða framtíðarstarfsmenn ONNO. Síðar rann Margmiðlunarskólinn inn í Iðnskólann, nú Tækniskólann.
Nafnið
Nafnið ONNO á sér smá sögu. Upplaflega planið var að búa til logo sem myndi líta út eins og gömul kvikmyndasýningarvél. O-in tvö áttu þá að vera hjólin og svo vantaði eitthvað á milli. Ýmsir stafir voru prófaðir en þegar prufað var að setja tvö N á milli þá small þetta. Nafnið var þá komið, ONNO. Logoið var hins vegar ekki þróað áfram en nafnið fékk að halda sér.
Seinna kom í ljós að ONNO er mannsnafn á Benelux svæðinu og að hægt er að lesa nafnið á hvolfi.